Þjóðverjar vilja ekki bíla

Ein hættan í hnattvæddu samfélagi er að ríka fólkið geti komið öllum peningunum sínum undan skatti, en eftir sitji launþegar með byrðarnar – Der Spiegel fjallaði um þetta í forsíðugrein í vetur og sagði að hugsanlega þyrftu launamenn að halda uppi öllu sýsteminu meðan peningafólkið færir aurana sína milli landa. 

Bæði í Frakklandi og Þýskalandi – þar sem nú sitja ríkisstjórnir sem hallast til hægri – er tilhneigingin sú að hækka neysluskatta. Virðisaukaskattur hefur verið hækkaður í 19 prósent í Þýskalandi og í Frakklandi verður skatturinn líklega hækkaður í 24,6 prósent. Á móti ætlar Sarkozy að létta skattbyrði af fyrirtækjum. 

Í Þýskalandi er mikill uppgangur í efnahagslífinu eftir langa stöðnun. En Þjóðverjar hafa verið að breytast. Þrátt fyrir velmegunina er engin leið að selja þeim bíla. Jú, þeir hafa á orð sér fyrir að framleiða og aka hraðskreiðum bílum, en núorðið vilja þeir hjóla eða ferðast með almenningssamgöngum. Bílasalar segja að það sé engin leið að stækka markaðinn – það sé einungis hægt að selja þeim bíla sem eiga þá fyrir.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband