13.6.2007 | 11:26
Hola á hæð yfir krakkgreni
Það eru nokkrar stéttir sem eru bráðnauðsynlegar til að samfélag geti virkað. Þar má til dæmis nefna kennara, hjúkrunarfólk, lækna, lögreglumenn.
Meðal þeirra sem eru nokkurn veginn óþarfir eru fjölmiðlamenn, verðbréfasalar og auglýsingafólk.
Í Lundúnum er staðan sú að þeir sem tilheyra fyrri flokkinum hafa ekki efni á að kaupa sér húsnæði í borginni.
Í einu blaði stóð að hjúkrunarfræðingur hefði í mesta lagi efni á að kaupa sér "holu á hæð fyrir ofan krakkgreni".
Þeir sem hafa efni á að kaupa íbúðirnar eru þeir sem þjóðfélagið getur vel verið án. Auglýsingafólkið, verðbréfasalarnir, fjölmiðlamennirnir.
Þetta er ákveðin þversögn. Og nú segja þeir að íbúð í Skuggahverfinu í Reykjavík eigi að kosta 230 milljónir. Það er hátt verð fyrir kuldalegt útsýnið yfir Kollafjörðinn og Esjuna.