Píanósnillingur undir berum himni

Píanistinn Aldo Cicciolini er fćddur 1925. Hann er áttatíu og eins árs. Áđan hélt hann stórkostlega tónleika í Heródesarleikhúsinu hér í Aţenu. Leikhúsiđ er líka gamalt. Ţađ er frá fyrstu öld eftir Krist. Ţađ er undir berum himni. Fuglar flögra  um fyrir ofan sviđiđ, mađur horfir upp í stjörnurnar. Akropolishćđ er rétt fyrir ofan.

Ţađ hefur löngum veriđ vitađ ađ píanistar geta orđiđ hundgamlir án ţess ađ ţeim förlist í list sinni. Frćg dćmi eru Rubenstein, Horowitz og Claudio Arrau. Ég sá Shura Cherkassy halda einleikstónleika í Háskólabíói stuttu áđur en hann lést, hann hefur líklega veriđ áttatíu og ţriggja ţegar hann lék á tónleikunum.

Aldo Cicciolini, sem er af ítölsku bergi brotinn en hefur búiđ í Frakklandi, olli ekki vonbrigđum. Manni virtist hann svo hrumur ađ hann gćti varla staulast upp á sviđiđ. En ţegar hann settist viđ píanóiđ lék hann eins og meistari. Ekki of hratt, ţađ var eins og hver nóta fengi ađ njóta sín.

Ţetta voru stórkostlegir tónleikar. Fyrst lék hann fjórđa píanókonsert Beethovens međ sinfóníuhljómsveit Ţessalóníkiborgar, svo var hann klappađur upp tvívegis og lék ţá stutt einleiksverk, annađ eftir Chopin en hitt var verk sem ég kem ekki fyrir mig ţótt ég ţekki melódíuna – gćti ţađ veriđ eftir La Falla? Altént var ţađ í spćnskum stíl.

Ég vil reyna ađ muna ţađ. Var betri í ţessu á árunum ţegar Kontrapunktur var í sjónvarpinu.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband