Má rífa bæði Moggahúsin?

Í prinsíppinu er ekkert að því að rífa Morgunblaðshúsið í Kringlunni. Það eina sem er umhugsunarvert við það eru áform um að stækka hina forljótu Kringlu – hús sem er ágætt að innan en hrikalega ljótt að ytra byrðinu.

Víða í London sér maður að verið er að rífa hús sem eru ekki ýkja gömul, sumt af því stórhýsi – þetta eru byggingar frá tíma módernismans á árunum upp úr 1950 og steinsteypuþyngsla áranna eftir 1970. Þarna er verið að leiðrétta alvarleg skipulagsmistök. 

Við mættum alveg taka okkur þetta til eftirbreytni. Fyrst fjarlægja á nýja Moggahúsið, þá getur varla verið neitt tiltökumál að rífa líka gamla Moggahúsið – þetta sem gnæfir við endann á Austurstræti.

Einu sinni hafði þetta hús pólitískt tákngildi, en það hefur það varla lengur. Mogginn er heldur ekki lengur miðlægur í vitund þjóðarinnar – hann er til húsa í Hádegismóa sem enginn veit hvar er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband