Schröder við Unter den Linden

Ég bauð fjölskyldunni að búa á dálítið fínu hóteli í Berlín þar sem við erum stödd núna. Eftir góðan kvöldverð á veitingahúsi við Unter den Linden – aspars og meiri aspars (það er asparstíminn núna) – gengum við aftur heim á hótelið. 

Í lobbíinu sat hópur fólks og ríkti mikil glaðværð, hlátrasköllin bárust um allan salinn. Þarna sat maður og saug vindil. Mér fannst hann kunnuglegur. Var kannski full nærgöngull – starði á hann. Spurði svo einn þjónanna til að vera viss.

Jú, þetta var Gerhard Schröder. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband