17.6.2007 | 15:41
Vinstri eða grænir?
Vinstri grænir senda fulltrúa á fund stjórnmálaflokksins Die Linke í Þýskalandi. Það er alveg örugglega til vinstri.
Í Þýskalandi hefur stjórnmálaflokkurinn Die Grünen lengst af staðið fyrir umhverfissjónarmiðum. Þeir eru grænir. Algjörir frumkvöðlar á því sviði.
Græn viðhorf áttu hins vegar ekki upp á pallborðið í gamla Austur-Þýskalandi en Die Linke eru að stórum hluta upprunnir þaðan.
Hvort eru VG-arar meira vinstri eða grænir?