Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Grein JBH

Lestu grein Jóns Baldvins. Hana ætti að þýða og vekja þarf athygli á henni. Kv. Atli Heimir 8632337

Atli Heimir Sveinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. feb. 2011

tonlist Bergop1

Lestu grein eftir Jón Baldvin í Grapewine. Mætti vekja athygli á henni og þýða hana á íslensku.Kv. Atli Heimir sími 8632337

Atli Heimir Sveinsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. feb. 2011

frí í grikklandi

guðlaug björnsdóttir heiti ég og rekk vistheimili velli fyrir fatlaða.úti garði suður með sjó. ég verð sextug í sumar of nenni ekki að standa í neinu veseni og langar að komast til grikklands á góðan og kirlátan stað með mínum heitt elskaða til síðustu 30 ára og fá að vera einu sinn ein helst á einhveri góðri eyju og drukkið mitt hvítvín ég hef heyrt þig tala um grikkland með svo aðdáun og mig hefur alltaf langað þangað síðan ég var ung getur þú bent mer á góða grískaeyju með kæri þökk og takk fyrir góða ´þætti við sitjum hér og hlustum á þættina þína kveðja guðlaug björnsdóttir

guðlaug björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. feb. 2010

Great work

Hi, I have seen some of your recent shows. I am impressed. You are helping to educate the general public and keep them strong and united when voting NO against bankers bailout at nation expense. If you vote no I will look for made in Iceland product as well as come to visit you during summer. Good luck, Radek

Radek (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 31. jan. 2010

Feimni og vímugjafar.

Ég er ekki sammála um að það eigi að leyfa KANNABIS. Í raun gengur engan veginn að banna vímuefni hvort sem þar er kannabis, áfengi, tóbak eða annars konar efni sem eru aðeins tæki fólksins til að flýja veruleikann. Það sem þarf að gera er að komast fyrir orsök vandans. Orsök vandans er vitanlega FEIMNI og EINMANALEIKI sem alltof oft er fylgifiskur. Á Netsögu.is www.netsaga.is er að finna nokkrar greinar sem ég hef skrifað um þetta alheimsvandamál; Feimni og einmanaleika. Ef þú gúglar "shyness" kemur ýmislegt merkilegt í ljós, tam að starfandi eru heimssamtök sem eru að taka á þessu alheimsvandamáli. Á áttunda átatug síðustu aldar barðist prófessor við UCLA háskólann fyrir því að stofnuð yrði deild innan skólans sem bæði leitaði að og kenndi síðan stúdentum að vinna á vandanum sem feimnin veldur. Hann hafði í mörg ár fylgst með neikvæðu atferli manna og komist að þeirri niðurstöðu að Feimnin væri völd að mestum ósómanum. Hann var settur yfir nýstofnaða deildina.

Ólafur Þór Eiríksson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. mars 2009

Komið að skuldadögum Baugs-Haugs

Kæri Egill! Ég hef horft á svo ótal marga þætti þína - Mér var ekkert smá létt þegar þú fórst frá stöð 2 yfir á RÚV. því ég vissi eins og allir aðrir Íslendingar að þú gast þá allavega SAGT það sem þig langaði og engin höft. Aumingja fólkið sem vinnur hjá Jóni Ásgeiri. Það eru 5 ár til eða frá,síðan útrás Baugs hófst, eða um það bil sem Bónus var 15 ára. Allt í einu virtust vera til milljarður á milljarð ofan til að fjárfesta í fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Við hinn venjulegi maður sátum við eldhúsborðin og spurðum okkur sjálf "Bíddu nú við" Lágvöruverslunin sem Jóhannes stofnaði á sínum tíma á allt í einu milljarða. Ok. Lán á lán ofan með loftbólubeningum. Það er ófyrirgefanlegt að stjórnvöld skulu ekki hafa breytt lögunum um tilfærslu loftpeninga fram og tilbaka. Svo sannarlega var Jón Gerald gripin á lofti þegar hann einn manna þorði í mál við þessa menn og nú héldu þessar elskur Davíð og co. að nú gætu þeir náð þeim fyrir svindlið og svíneríið sem virtist blasa við okkur öllum. Hundruðir-milljóna króna frá íslenska ríkinu fóru í margra ára málarekstur sem -jú- fékk aðeins uppreisn æru með smádómum sem við tölum ekki einu sinni um því það var pínulítill dropi í hafið miðað við hvað hefur verið í gangi. Það sannast enn og aftur - Klókir endurskoðendur - svívirðilega ´klókir lögfræðingar (höfðu stefndu marga á sínum snærum) sem tókst að henda hverjum málaköflunum á fætur öðrum út úr Héraðsdómi og Hæstarétti á víxl. Maður spyr. Hvað voru stjórnvöld eiginlega að hugsa á meðan - Íslensku bankarnir urðu ekkert tólf eða þrettánfaldir á einum degi eða hvað þá einu ári. Hvurn grefilinn voru þessir menn að hugsa. Ég hélt því alltaf fram að þeir sem stjórnuðu landinu væru endalaust að vinna eitthvað á bak við tjöldin og þeir væru a.m.k. að semja lög um að stoppa þessa djö..........legu útrás. Nei nei. ekkert - nákvæmlega ekkert gerist - fyrr en á frægustu íslensku helgi - hittast 2 menn og ............... Hell broke loose. Ég sem Íslendingur - og komin af léttasta skeiðinu neita - ég endurtek - ég neita að hlusta á það hreinasta bull - Við - hið venjulega vinnufólk á Íslandi eigum að borga þetta. Látum Baug-Haug fara endanlega á hausinn - Við hvort eð er eigum alla bankana í dag - náum einhverjum af þessum peningum tilbaka - Gerum eitthvað af viti fyrir framtíð okkar. - Mér er alveg nákvæmlega sama hvað Jón Ásgeir Jóhannesson skýrir ástæðuna fyrir því að Landsbankinn kemur ekki lengur á móts við hans rugl og bull. Já ér er alveg afskaplega reið. Búin að púla alla ævina og horfa upp á endalausa spillingu stjórnvalda og þeirra sem hafa getað náð sér í bitlinga út úm allt vegna þess að það er maður sem þekkir mann sem er pabbi hans eða dóttir hins, eða frændi þeirra - Og SPILLINGIN fengið að þróast eins og hver önnur vísindaleg staðreynd. Nóg komið ekki meir. Takk fyir - Stjórnvöld í dag!!. Hafið vit á því að ná Íslandi upp úr skítnum án þess að VIÐ þurfum að borga. Allir þeir góðu menn og konur sem hafa komið með góð ráð okkur til handa - Hlustið - og takið mark á - Eins og barasta t.d. Andrés Geðlæknir sem var í þættinum þínum. Það eru til peningar - það þarf bara að ná þeim. Ég veit að þetta er samhengislaust hjá mér - en ég er alveg viss um að mér sé fyrirgefið og þið lesið í þessi skilaboð. Egill þú ert sá klárasti sjónvarpsmaður sem við höfum. Ég treysti svo mikið á þig og allar þær sterku umræður sem fram hafa farið í þínum þáttum. Ein verulega áhyggjufull móðir og amma!!!!!!

Kristbjörg Jóna Guðmannsd. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. feb. 2009

þu ert numer 1.

man eg þennan mæta mann man hann ödrum lengur þad var bjart i huga hans hann var godur drengur höf,jon,ur,vör

hilmar gardarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. feb. 2009

STJÓRNARSKRÁIN

Sæll Egill, alltaf er Silfrið jafn gott... Kíktu á bberndsen.blog.is og skoðaðu tillögur mínar á breytingum á stjórnarskránni.... eitthvað til umhugsunar Kveðjur Baldvin Berndsen

baldvin berndsen (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Flakkari

Ef vel text upp hætti ég þessu flakki og sest hérna að, kannske. En þú verður að vanda þig rosalega með silfrið til að viðhalda frábærri siðfræði sem þú hefur af alúð og áræðni byggt upp hérna hjá þessari mimi-þjóð

EiríkurEinarsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. jan. 2009

Rétt sisona...

Ekki geri ég mér nokkra einustu grein fyrir "hvunnsegins" þú rekur þetta blog(g?), en aungvu að síður hef ég horft talsvert á þættina sem þú stýrir og hefi haft öldungis drelli gaman af! Þakka þér fyrir góða umfjöllun... og fjasleysið! Enda ekki hvað? Helga Ágústsdóttir, fyrrum slls konar, m.a. samstarfsmeaður Aggí-ar o.fl. ...

Helga Ágústsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 2. des. 2008

Jóhannes Frank Jóhannesson

getur þetta staðist ??? þessi póstur gengur nú um allt

Var að fá þetta sent frá einum. Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar vi ðhann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta. þetta er hámark spilingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar. Þetta endar með ofbeldi annars. Með kveðju, Jón Örn Kristinsson Löggiltur fasteignasali Gsm: 898-4588

Jóhannes Frank Jóhannesson, mán. 3. nóv. 2008

siðferðisreglur blaðamennskunnar

Þetta var gott viðtal við höfund bókarinnar Crazy í gær, en greyinu hefði þótt fyrir, hefði hann vitað að þú kynntir viðtalið með því að segja fyrst, á íslensku, með hneykslisglampa í augunum, Í bandaríkjunum er geðveikt fólt sett í fangelsi! Auðvitað hringir fólk í bandaríkjunum í lækni þegar það veikst, eða aðstandendur gera það, þar er morandi í geðlæknum sálfræðingum og félagsráðgjöfum, og fólk er yfirleit lagt inn á geðdeildir ef það veikst illa. Ég hef hjálpað peningalausum tryggingarlausum geðsjúklingi til að fá meðferð í bandaríkjunum, það var flókið ferli en allt gekk vel. Hryllilegu örlögin, sem þessi höfundur lenti í, voru þau að sonur hans neitaði meðferð og var orðinn sjálfum sér og öðrum bráðhættulegur. Og lenti illa í því eins of allt-alltof margir. En það selst betur, er meira spennandi, og er einhvernveginn svo miklu léttara andlega hjá íslendingum, að gera Amríkuna að hreinni Grýlu heldur en að skoða nákvæmt eðli þeirra alvarlegu og sorglegu vandamála, sem þar koma upp. Hvað þá að maður liti sjálfum sér nær, og spyr, hvaða prósent af íslenskum föngum glími við geðveiki? Höfundur Crazys talaði um ábyrgð sína gagnvart blaðamennsku, það er hálfgert svik að slá slöku við þær sömu reglur með því að slá viðtalið við hann út úr samhengi.

Sarah (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 25. sept. 2008

Páll Guðnason

Sæll Egill.Eg sá í blaðaviðtali við þig að þú hefur gaman að lesa um heimskautafara og aðra slíka ofurhuga.Mér datt í hug að benda þér á bók,sem þú hefur kannski lesið,en hú heitir Ísabismark,Bjarnaræta.Ansi merkileg og frábærlega skemmtileg bók,þér að segja,ef þú hefur ekki lesið hana.Datt bara í hug að benda þér á hana,eg hef nefnilega mjög gaman af bókum um landkönnuði og ekki síst um þá sem fóru fyrstir norður á heimskaut og þær slóðir.En,ef þú hefur ekki lesið hana,gerðu það endilega.Kv.Palli

Páll Guðnason (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008

sunnudagur 27

þátturinn þinn virkar ekki í hollandi þessa stundina 27/01 2008 (kl 21.34 og eftir það ritskoðun?

adler de schilder (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008

sorry

13/01/2008

lárusson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 13. jan. 2008

silfrið sunnudaginn 13 jan

ég er íslendingur í útlöndum og nýt þess verulega að horfa á þáttinn þinn, en í dag (13/1/2007) varð ég fyrir vonbrigðum, í lok þáttarins var raett um islam og þegar umraeðan snérist um fasisma var bókstaflega slökkt á sendingunni "hvað er í gangi ? ritskoðun eða hvað

Adler de schilder (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 13. jan. 2008

Eva Benjamínsdóttir

Endilega skrifaðu meira!

Sæll Egill, rosalega ertu góður í Silfrinu og Kiljunni. 'Þér er ekki í kot vísað.' Ef þú hefur tíma endilega skrifaðu þá meira á þessa síðu, það er gaman að lesa þig. Landafræði og saga eru í uppáhaldi. Gangi þér allt í haginn, vinurinn. Bestu kveðjur Eva

Eva Benjamínsdóttir, fim. 3. jan. 2008

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Shura Cherkassky og Arthur Rubinstein

Í borginni Odessa við upphaf 20.aldar voru menntaðir margir tónlistarsnillingar. Á meðal þeirra var Shura Cherkassky. Ég fór líka á tónleikana með honum og sá ekki eftir því. Einnig á ég með honum nokkra diska. Píanóleikarar geta orðið hundgamlir eins og Arthur Rubinstein en spilað samt eins og englar. Með kærri kveðju, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, mið. 7. nóv. 2007

Takk fyrir þættina

Hæhæ og takk fyrir þættina. Skemmtilegar umræður eins og alltaf. Í framhaldi þeirrar umræðu vildi ég benda á að það er miskilningur að íslenska útgáfan af hinni alræmdri barnabók sé á einhvern hátt milduð eða breytt frá erlendum texta og þannig gerð íslensk. Það voru til margir erlendir textar af þessi kvæði og öll versin á íslenskunni nema þetta eina um dimmalimm eru bein þýðing úr erlendum tungumálum. Sjá t.d. hér hollenska útgáfu þar sem er að finna allavega þrjú vers sem enduðu í íslenska textanum en eru ekki i þeim breska: http://www.sarafina.nl/HORROR.html Sennilegast finnst mér, og einhver fræðimaður ætti að rannsaka það, að þetta hafi verið þýtt eftir t.d. dönskum texta sem hefur verið eitthvað sambland af þessum mörgu útgáfum. Þannig að það er ekkert íslenskt við þetta ritverk og það er enginn hluti af okkar menningararfi, enda vorum við ekki að kúga hörundsdökkt fólk á þessu tíma. Ánægður áhorfandi.

Ánægður áhorfandi (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 31. okt. 2007

Erna Friðriksdóttir

Söknuður að horfa á þættina þína á stöð 2

Sæll Egill (silfur) Saknað mjög svo þáttana þinna á stöð 2, svona er þetta ef þú vilt vera vinu minn á bloggsíðu minni þætti mér það afar gaman :) Kveðja frá Hvammstanga

Erna Friðriksdóttir, lau. 27. okt. 2007

Kiljan

Frábær og löngu tímabær þáttur hjá þér Egill, það er með ólíkindum hvað þið Þórhallur hafið haft gott af því að fara frá stöð 2.= 2 Frábærir þáttargerðarmenn. Kv Sigurður Jóhannes Jónsson

Sigurður Jóhannes Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. sept. 2007

jújú

Já sosum rétt hjá Rómverja og Jóni Steinari. Getur verið gaman að kommentum. En þú mættir gera þá kröfu að menn gefi upp nafn. Kveðja, Eiríkur Sturla

Eirikur (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. júní 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Opin komment.

Kæri Egill, sakna þess að þú hafir ekki opið á komment hjá þér. Þeim er auðvelt að stýra ef þú telur óþægindi af þeim. Þeim má eyða, banna ritsóða og leiðindaskarfa og þar fram eftir götunum. Þau eru líka jafnt fyrir vinarlegar kveðjur og ofanígjafir. Það þarf ekki að svara þeim og oft myndast skemmtileg skoðanaskipti milli þeirra sem gera athugasemdir án þess að þú þurfir að koma nærri. Í athugasemdunum felast töfrar bloggsins að mínu mati. Sjáðu nú aumann á okkur kæri vin...

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 20. júní 2007

Misnotkun á gestabók eða komment?

Hvort er betra?

Rómverji (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. júní 2007

Grisku eyjurnar, Island, børnin okkar- politik

Vildi bara senda sma innlegg. Eg er rumlega tritug modir,læknir, med yndislegasta 3ja og halfs ars barn. Buum ekki a Islandi eins og er. Sakna tess i raun ekki. Getum farid til Islands til ad hitta okkar heitelskudu tegar vid viljum. Vildi bara takka ter fyrir skemmtilegt blogg. Skil vel ad tid viljid eyda fridøgunum a Grikklandi og i Tyrklandi. Hef sjalf verid i heimahusi hja griskri fjølskyldu a Corfu. Farid i sunnudagshadegsimat, tar sem grillada lambid gekk a milli gesta med skeid i, til ad gestirnir gætu fengid ser væna skeid af unglambaheila. - bragdadist eins og hrogn ! Svo var dansad, drukkid og bordad meira af heilanum! I Tyrklandi var tad adeins formlegra. Allir turftu ad tvo ser trisvar adur en vid bordudum med høndunum, innyfli,steikt nyru og lifur. Frabær upplyfun. Og svo er sagt ad vid Islendingar seum "barbaric". Hafid tad gott. Hlakka til ad heyra frekari ferdasøgur.

Settelor (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. júní 2007

eirikol hér

Sæll, gott að þér líkaði Berlín :) Og í guðanna bænum slepptu því að innleiða kommentakerfi hérna. Það er ávísun á dónaskap og orðhengilshátt. Kveðja, Eiríkur Sturla

Eiríkur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. júní 2007

Af hverju ekki athugasemdir ?

Mér finnst að þú ættir að leyfa athugasemdir við pistlana þína. Það er mjög gaman að lesa skoðanaskiptin sem verða á svona alvöru bloggum. Drífðu í að breyta þessu. F.S.

F.S. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. júní 2007

Vilhelmina af Ugglas

Viltu vera memm?

Þrætubókar þras er list því er mál að blogga. Svo er bara að velja vist á Vísi eða Mogga.

Vilhelmina af Ugglas, lau. 16. júní 2007

Edda Jóhannsdóttir

Og...

...get ég ekki átt þig að bloggvini. Það eiga allir þvílíkan helling af þeim og ég sem er nýbyrjuð að blogga á bara tvo.

Edda Jóhannsdóttir, fös. 15. júní 2007

Ljóðið lifir í Finnlandi

Gaman að þú skulir ræða ljóðlist í dag því ég var einmitt að taka viðtal við finnska ljóðskáldið Heli Laaksonen. Hún er sannfærð um að ljóðið lifir enda fyllir hún heilu salina og lestarstöðvarnar þegar hún les upp ljóðin sín. Hún skrifar ljóð á sinni eigin mállýsku (Turku), ljóðin hennar eru einföld og hnitmiðuð og full af húmor. Svo minnir hún í útliti á Björk. Finnar elska hana og bækurnar hennar seljast eins og heitar lummur. Kveðja, Edda. (Stödd í Mikkelí í Finnlandi.)

edda jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. júní 2007

VORU AFAR OKKAR EKKI DANIR ???????

Egill her er fyrispurn pabbi min er fæddur 1916 hann er fæddur dani ekki satt ? svo hvað er eg má eg ekki fá að velja rikisborgararett t.d. danskan ef eg vill hvað finnst þer þu mátt svara mer gjarna netfangið mitt er amp@heimsnet.is mer þykir þetta vert að athuga kannsi fá danir yfir sig fullt af islendingum sem vilja fá að vera danir skemmtilegt fyrir þa þvi gott er að mennta sig fritt i dk en betra að vera rikisborgari með 9000 dkr á mánuði bara svona smá hugmynd ef eg gæti valið kær keðja anna maria

Anna Maria Petursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. júní 2007

VORU AFAR OKKAR EKKI DANIR ???????

Egill her er fyrispurn pabbi min er fæddur 1916 hann er fæddur dani ekki satt ? svo hvað er eg má eg ekki fá að velja rikisborgararett t.d. danskan ef eg vill hvað finnst þer þu mátt svara mer gjarna netfangið mitt er amp@heimsnet.is mer þykir þetta vert að athuga kannsi fá danir yfir sig fullt af islendingum sem vilja fá að vera danir skemmtilegt fyrir þa þvi gott er að mennta sig fritt i dk en betra að vera rikisborgari með 9000 dkr á mánuði bara svona smá hugmynd ef eg gæti valið kær keðja anna maria

Anna Maria Petursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. júní 2007

Huld S. Ringsted

velkominn

Það er alltaf gaman að lesa pistlana þína

Huld S. Ringsted, fim. 14. júní 2007

Ágúst Ásgeirsson

Liberation

Gleymdi því að eini franski fjölmiðillinn sem lap upp eftir belgísku stöðinni og gat um „fyllerísfréttina“ var biflía vinstrimanna hér, Liberation. Pólitísk efnistök þess blaðs eru með álíkum hætti og Þjóðviljans meðan hann var og hét. Enda á blaðið í vök að verjast . . .

Ágúst Ásgeirsson, mið. 13. júní 2007

Ágúst Ásgeirsson

Þú hleypur á þig!

Þeir eru ekki merkilegir pappírar þessir belgísku kollegar okkar sem búa til fréttir. Sjónvarpsmaðurinn sem er höfundur myndbandsins sem þú dreifir viðurkennir að hafa skáldað upp drykkjuskap Sarkozy. Enda drekkur hann ekki og ég hélt þú fylgdist vel með frönskum málefnum! Ef grannt er skoðað kemur karlinn móður og másandi til fundarins og biðst afsökunar á seinagangi sínum. Þrátt fyrir allt skokkið hefur það tekið á að flýta sér til fundar við blaðamennina. Karlinn þolir ekki óstundvísi og er því fullur iðrunar að mæta seint. Ágúst Ásgeirsson Frakklandi

Ágúst Ásgeirsson, mið. 13. júní 2007

Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæll og blessaður Egill.

Vertu velkominn hingað minn kæri Egill,ég mun fylgjast með hvað þú hefur fram að færa alltaf gaman að spekulera stjórnmálin og þar ert þú nú ekki ónýtt plagg gangi þér allt í haginn kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, þri. 12. júní 2007

Sarkó

Drykkja Sarkozy á G8 eru vandræðalegri en menn gera ráð fyrir þ.s. hann fullyrti í kosningabaráttunni að hann snerti ekki vín, ekki heldur frönsk og fékk þannig franska vínbændur á móti sér. Þá vaknar spurning um heilindi.

H.H. Helgason (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007

365

Umhverfismál

Sæll Egill, ef ekkert er að marka þá sem ferðast um í einkaþotum þegar þeir tala um umhverfismál er þá nokkuð heldur að marka þá sem aka um á V8 bílum eða V6, þetta er stór hópur á landsvísu?

365, mán. 11. júní 2007

Guðrún Sæmundsdóttir

Steingrímur í góðu lagi!

Steingrímur er bara flottur! Enginn ástæða fyrir hann að hætta;)

Guðrún Sæmundsdóttir, sun. 10. júní 2007

Steingrímur kominn á tíma?

Steingrímur Sigfússon er orðinn ansi þreyttur og ég held að þjóðin sé líka þreytt á gjamminu í honum. Ég er að leita í kollinum og finn svo sem ekkert sem hann hefur lagt til málanna annað en að vera á móti, reka hræðsluáróður vagna marskonar breytinga sem eru nauðsynlegar í samfélaginu og vilja stoppa þetta og hitt. Ég held að hann hafi vitað sem var að hann gæti aldrei komið nægilegu af stefnumálum flokksins fram í ríkisstjórnarsamstarfi svo það væri mun betra að vera áfram í stjórnarandstöðu, vera á móti stóriðjustefnu hver sem væri skrifaður fyrir henni og halda fylginu ír kosningunum. Hætta svo á kjörtímabilinu og þá verður hægt að skrifa tap flokksins á brotthvarf hans. Hann er greindur kallinn, en kann örugglega ekki að viðurkenna mistök sín frekar en margir aðrir.

Hólmfríður Bjarnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 9. júní 2007

Aðalheiður Ámundadóttir

Engar athugasemdir!

Nei ! ég mæli alls ekki með því að þú opnir fyrir athugasemdir hér! þá hætta menn að blogga á sínum síðum og verða höfðingjasleikjur upp tíl hópa, sparisjóðurinn gerir milljóna auglýsingasamning við þig og þá verður of freistandi að kaupa sér þotu og umhverfið meikar það bara alls ekki vegna allra þinna ferðalaga!!!

Aðalheiður Ámundadóttir, lau. 9. júní 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Réttur maður á réttum stað.

Velkominn á Moggabloggið félagi. Það hækkar um veldistuðul eða tvo með tilkomu þinni. Vonandi losnarðu úr klóm markaðskátanna í skynsamri sátt. Þú trónir ofar slíku karpi.

Jón Steinar Ragnarsson, lau. 9. júní 2007

Báran

Velkominn á moggablogg

Nú verður gaman...

Báran, fös. 8. júní 2007

Þú ert flottur

Verð nú bara að segja að þetta er flott hjá þér að fara frá Stöð2 og það er gaman að hlusta á þig í sjónvarpi og ekki síðra að lessa Bloggið hjá þér

siggi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. júní 2007

Pétur Henry Petersen

Jamm...

opnaðu nú fyrir kommentakerfið hjá þér, eins og þú getur lagt líkum að færðu miklu meira rennsli ef að þú gerir það :) þó að ég skilji vel að því fylgi hugarangur, hér skrifa þó flestallir undir nafni ólíkt dónaskapnum á vísi...

Pétur Henry Petersen, fös. 8. júní 2007

Baldur Kristjánsson

Bloggvinakerfi

Sæll! Ég nota bloggvinakerfið til þess að skanna hvað er nýtt hjá fólki, ekki það að ég vilji endilega vera vinur þess. Kann miklu betur við "áhugaverða tengla" og ætla að læra á slíkt. Kv. B

Baldur Kristjánsson, fös. 8. júní 2007

Ætlar Egill ekki að bjóða lesendum uppá að gera athugasemdir við blogg sitt?

Sá möguleiki gerir þetta safaríkara, hvað sem öðru líður. Rómverji

Rómverji (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. júní 2007

Vilhelmina af Ugglas

Velkominn í vistina

Þrætubókar þras er list því er mál að blogga. Svo er bara að velja vist á Vísi eða Mogga.

Vilhelmina af Ugglas, fös. 8. júní 2007

Bjarni Kjartansson

Hafðu þökk fyrir að koma hingað.

Afskaplega er gaman að því, að fá þig hingað inn. Hér hefur vantað mann með sýn hauksins á skipulagsmál Rvíkurborgar. Hef verið að kíkja inn á mörg blogg en fáir með vision á framtíðarskipulag Miðborgar og nærumhverfis hennar. Giska lítið í umræðu hér en tækifærin eru að glatast og það hratt. Kveðjur Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, fös. 8. júní 2007

Gunnar Th. Gunnarsson

Velkominn...

Væri gaman að sjá þig skrifa um staðina sem þú heimsækir. Endilega opnaðu ath.semdar möguleikann. Þó þú takir ekki þátt sjálfur þar, geta skapast skemmtlegar umræður :-)

Gunnar Th. Gunnarsson, fös. 8. júní 2007

Linda

Besta mál

Verður gaman að kíkja bloggið þitt, þú hefur eflaust frá einhverju að segja. Góða ferð.

Linda, fim. 7. júní 2007

Gunnsteinn Þórisson

Gott mál...

Ekkert nema gott mál :)

Gunnsteinn Þórisson, fim. 7. júní 2007

Þorsteinn Gunnarsson

Velkominn!

Velkominn á moggabloggið og til hamingju með aðra flutninga.

Þorsteinn Gunnarsson, fim. 7. júní 2007

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Velkominn.

Gangi þér vel með Silfrið á nýjum miðli.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, fim. 7. júní 2007

Helgi Viðar Hilmarsson

Velkominn á Moggabloggið

Sæll Egill og velkominn á Moggabloggið. Fyrstu boggfærslunar mínar voru í sama dúr og þínar þannig að ég hef ekkert efni á að kvarta yfir efnistökunum hjá þér. Vonandi sérðu þér fært að opna fyrir athugasemdir þegar fram líða stundir.

Helgi Viðar Hilmarsson, fim. 7. júní 2007

Edda Agnarsdóttir

flott

Nú getur þú tekið þátt í karpinu um konuleysi þitt í Silfrinu! Á en eftir að sannfærast um karlrembu þína - hlakka til að sjá um hvað þú skrifar. Góðar stundir.

Edda Agnarsdóttir, fim. 7. júní 2007

Gaman að sjá að þú ert farinn að blogga hér

Hefði samt verið meira gaman ef þú hefðir sagt eitthvað meira en að þú værir byrjaður að blogga. Mbl hefði mátt vera aðeins minna spennt að auglýsa þig, þetta voru satt að segja smá vonbrigði en hlakka til að kíkja á þig seinna.

idda (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 7. júní 2007

Ólafur Valgeirsson

Velkominn!

Blessaður Egill og velkominn á blogg landsmanna allra. Mjór er mikils "vísir" og auðvitað þarft þú að átta þig á hvernig dótið virkar en mig langar að benda þér á að eins og er er lokað fyrir athugasemdir við færslurnar hjá þér. Það er nauðsynlegt að geta spjallað við þig á þessum vetvangi eins og var á gamla staðnum. Kveðja. Ólafur Valgeirsson

Ólafur Valgeirsson, fim. 7. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband