Hættir Steingrímur?

Þingmenn sem ég hitti á röltinu í góða veðrinu í bænum í dag voru flestir á því að tími Steingríms J. Sigfússonar í pólitíkinni væri að líða. Hann virkar þreyttur og argur. Það voru mikil vonbrigði að komast ekki í ríkisstjórn. Hans bíður fjögurra ára hark í afar sundurleitri stjórnarandstöðu. Þingræður hans þessa dagana virðast aðallega beinast að Össuri Skarphéðinssyni fremur en til dæmis kjósendum.

Vandinn er sá að Steingrímur hefur ekki alið upp neinn arftaka. Ögmundur kemur auðvitað til greina en það er ekki víst að hann hafi áhuga. Steingrímur kærir sig heldur ekki um að Ögmundur taki við. Þá beinast sjónir manna helst að ungu konunum í flokknum.

Katrín Jakobsdóttir er varaformaður en skortir kannski einhvern myndugleika. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur myndugleikann en flokkseigendafélagið í VG fór afar illa með hana í kosningunum, setti hana í nánast vonlaust sæti í Kraganum, meðan Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson fengu þægileg sæti á framboðslistum í Reykjavík. Lilja virðist ekki erfa þetta við flokksfélaga sína – eða hvað?

Svo er spurning hvað Steingrímur á að gera. Varla verður búin til sendiherrastaða fyrir hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband