Misvægi í ríkisstjórninni

Það sem stuðningsmenn nýrrar ríkisstjórnar þurfa að hafa mestar áhyggjur af þessa dagana er hversu Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið lengi í ríkisstjórn en Samfylkingin stutt. Samfylkingarfólk er barnslega glatt að vera komið í ríkisstjórn en skilur kannski ekki að sjálfstæðismenn hafa ráðið hér lögum og lofum í sextán ár og telja að engin breyting verði þar á. Þeir eru satt að segja gegnsýrðir af valdhroka.

Þetta sést á viðbrögðum Einars Kr. Guðfinnssonar sem telur sjálfsagt að hann ráði því einn hvort hér séu veiddir hvalir – til þess síðan að urða þá á ruslahaugum einhvers staðar á Vesturlandi.

Sjálfstæðismönnum finnst líka fráleitt að nýr utanríkisráðherra vogi sér að skipta sér af málefnum Ísraels/Palestínu með öðrum hætti en flokknum þóknast. Hún má heldur ekki aðhafast neitt í ESB-málum. Hvað á Ingibjörg Sólrún þá að gera í utanríkisráðuneytinu?

Verður stjórnin kannski ekki langlíf? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband