Lygari og tękifęrissinni en ekki moršingi

Kurt Waldheim fylgdist meš flutningi gyšinga frį borginni Saloniki ķ strķšinu. Ķ Saloniki hafši lengi veriš til sannkallaš fjölmenningarsamfélag. Žar lifšu ķ margar aldir nokkurn veginn ķ sįtt og samlyndi kristnir menn, mśslimar og gyšingar. Ķ tvö hundruš įr var žetta stęrsta gyšingaborg ķ heimi. Gyšingarnir žar voru svokallašir sefardim sem höfšu veriš reknir frį Spįni į tķma Ferdinands og Isabellu. Ottómanarnir tyrknesku bušu gyšingunum aš setjast aš ķ rķki sķnu, mešal annars til aš sporna gegn įhrifum Grikkja. 

Śtrżming gyšinganna frį Saloniki var eitt višurstyggilegasta glępaverkiš ķ styrjöldinni. En žaš var ekki einstęšur, afmarkašur atburšur. Vaxandi žjóšernisstefna į Balkanskaga og ķ Tyrklandi śtheimti miklar žjóšernishreinsanir. Gamlir nįgrannar uršu óvinir žótt ęttir žeirra hefšu kannski lifaš saman ķ friši um aldir. Tyrkir voru reknir burt frį  Saloniki ķ kjölfar strķšs Grikkja og Tyrkja 1919-1922. Samt hafši borgin fóstraš marga fręgustu syni Tyrkjaveldis, žar į mešal sjįlfan Kemal Ataturk, svokallašan föšur Tyrkja. Fjöldamorš Tyrkja į Armenum eru af svipušum toga.  

Į móti voru Grikkir reknir frį Tyrklandi, frį Istanbul žar sem žeir höfšu bśiš ķ mörg žśsund įr og frį Smyrnu, en žar voru ķbśarnir reknir śt ķ sjó og kveikt ķ borginni. Žessi skipti į ķbśum eru ķ raun undirstašan aš nśtķma Grikklandi og Tyrklandi – eins sorgleg og žau voru og eins mörg mannslķf og mikil menningarveršmęti fóru žar ķ sśginn. Tķmi hinna heillandi samfélaga žar sem lifšu saman mörg žjóšarbrot var lišinn, viš tók žjóšrķkiš meš ķbśum af einu samstęšu žjóšerni. Merkilegt nokk er aš sumu leyti söknušur aš veldi Ottómana! Žeir voru ekki alslęmir.

En ég ętlaši aš tala um Waldheim. Um tķma var ég nokkuš fróšur um stjórnmįl ķ Austurrķki. Fór žangaš til aš skrifa grein um Waldheim-mįliš žegar žaš nįši hįmęli įriš 1987. Waldheim hafši komist upp meš aš vera framkvęmdastjóri Sameinušu žjóšanna, en žegar hann varš forseti Austurrķkis gaus fortķš hans upp. Um leiš voru Austurrķkismenn neyddir til aš horfa framan ķ sjįlfa sig. Eftir strķšiš höfšu žeir fengiš stöšu fórnarlambs nasismans, žegar stašreyndin var sś aš žeir voru ekki sķšur gerendur ķ glępaverkunum en Žjóšverjar sjįlfir.

Margir stórtękustu moršingjar Žrišja rķkisins komu frį Austurrķki. Hitler sjįlfur var žašan. Austurrķkismenn lįgu aldrei į liši sķnu ķ gyšingaofsóknum. Upp til hópa fögnušu žeir lķka žegar landiš var innlimaš ķ Stór-Žżskaland įriš 1938.

Žetta var aldrei višurkennt ķ Austurrķki eftir strķšiš. Žeir fengu įfram aš vera land Mozarts, Vķnarvalsa, Apfelstrudel og Sachertorten. Indęll stašur.

Waldheim var vissulega ekki einn af moršingjunum. Žaš tókst aldrei aš sanna žaš į hann. En hann hafši fylgst meš glępaverkunum og žagaš. Žagaš alla tķš. Hann var ein braver Soldat. Góšur hermašur. Og tękifęrissinni. Opportunist.

Ég tók vištal viš nasistaveišarann Simon Wiesenthal eitt sķšdegi žennan vetur. Fór ķ skrifstofu hans žar sem stóš einfaldlega utan į Dokumentationszenter. Wiesenthal var gagnrżndur fyrir aš tala mįli Waldheims. En žaš gerši hann ķ raun ekki. Hann sagši einfaldlega:

"Waldheim er lygari en ekki moršingi. Starf mitt er aš elta moršingja, ekki lygara." 

Sem forseti Austurrķkis var Waldheim persona non grata. Hann fékk ekki aš heimsękja Bandarķkin og heldur ekki önnur Evrópurķki. Žaš var nokkuš kaldhęšnislegt ķ ljósi žess aš fįum įrum įšur hafši mašurinn veriš ęšsti skriffinnurinn ķ höfušstöšvum Sameinušu žjóšanna ķ New York.  

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband